Velta fyrir sér að mótmæla

Kolbeinn Höður Gunnarsson
Kolbeinn Höður Gunnarsson Eva Björk Ægisdóttir

„Við erum að skoða málið. Við höfum hálftíma til þess að leggja fram mótmæli," sagði Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, spurður hvort forsvarsmenn íslenska frjálsíþróttahópsins á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Prag ætli að leggja inn mótmæli vegna þess svo virtist sem Kolbeini Heði Gunnarssyni hafi verið hrint út af braut í undanrásum 400 m hlaupsins fyrir stundu.

„Snertingar fylgja þessu sporti. Það má ekki gleyma því," sagði Einar. „Ef við sendum inn mótmæli og þau verða tekin til greina þá munu þau engu breyta fyrir Kolbein. Hann fær ekki að hlaupa aftur," sagði Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert