Vill Ólympíuleika í Kaupmannahöfn

Óvíst er að Danir rjúki upp til handa og fóta …
Óvíst er að Danir rjúki upp til handa og fóta og haldi Ólympíuleika þrátt fyrir hvatningu forseta Alþjóða Ólympíunefndarinnar. AFP

Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar,  hvatti Dani til þess að sækja um að halda Ólympíuleika, en Bach heimsótti Kaupmannahöfn í gær. Bach segir nauðsynlegt að fleiri stórar borgir í Evrópu sækist eftir að halda Ólympíuleikana svo að þetta stórmót íþróttamanna verði haldið sem víðast. 

Bach var í heimsókn í Kaupmannahöfn þar sem hann hitti m.a. Friðrik krónprins sem á sæti í Alþjóða ólympíunefndinni. 

Hingað til hafa Danir ekki sýnt því mikinn áhuga að sækjast eftir Ólympíuleikum vegna þess gríðarlega kostnaðar sem leikunum fylgir, ekki síst við uppbyggingu íþróttamannvirkja. Óvíst er talið að að hvatning Bach breyti þar nokkru um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert