Anton Sveinn fékk brons á NCAA

Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. Ómar Óskarsson

Anton Sveinn McKee var í boðsundssveit Alabama-háskólans sem hafnaði í þriðja sæti í 400 jarda fjórsundi á bandaríska háskólameistaramótinu í gærkvöldi en mótið hófst í Iowa í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur karlmaður vinnur til verðlauna í sundkeppni bandaríska háskólameistaramótsins. 

Á níunda áratug síðustu aldar vann Ragnheiður Runólfsdóttir til verðlauna í sundkeppni bandaríska háskólameistaramótsins. 

Anton Sveinn synti bringusundshluta boðsundsins á 52,37 sekúndum.

Félagar Antons í sveitinni eru Connor Olsin, sem synti baksund, Brett Walsh synti flugsund og Kristian Gkolomeev synti skriðsund. 

Anton Sveinn synti einnig 500 jarda skriðsund  á 4.16,47 mínútum og hafnaði í  17. sæti,  einu sæti frá keppnisrétti í B-úrslitum.  Í dag syndir hann 100 jarda bringusund og á laugardag 200 jarda bringusund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert