Heimaþjóðin reyndist of sterk

Kristófer Darri Finnsson er að keppa með U19 í Póllandi.
Kristófer Darri Finnsson er að keppa með U19 í Póllandi. Sportmyndir.is

U19 landsliðið í badminton lék annan leik sinn í Evrópukeppni U19 landsliða í Póllandi í morgun gegn heimaþjóðinni.

Í einliðaleik karla lék Kristófer Darri Finnsson fyrir Íslands hönd gegn Krysztof Jakowczuk en hann tapaði 21:17 og 21:13. Einliðaleik kvenna lék Sigríður Árnadóttir gegn Stanisz Joanna. Sigríður tapaði fyrri lotunni 21:4. Sigríður meiddist í seinni lotunni þegar staðan var 15:10 fyrir þeirri pólsku og ljóst er að Sigríður spilar ekki meira í þessari keppni.

Pálmi Guðfinnsson og Daníel Jóhannesson léku tvíliðaleik gegn Aleksander Jablonski og Pawel Smilowski en þeir töpuðu 21:15 og 21:18. Arna Karen Jóhannsdóttir og Alda Karen Jónsdóttir léku tvíliðaleik kvenna gegn Magda Konieczna og Korelia Marczak og töpuðu 21:6 og 21:12.

Tvenndarleikinn spiluðu Daníel Jóhannesson og Arna Karen Jóhannsdóttir gegn Magdalena Swierczynska og Przemyslaw Szydlowski og töpuðu 21:16 og 21:11.

Með því lauk leiknum með sigri Póllands, 5:0, en Ísland tapaði fyrsta leik mótsins fyrir Þýskalandi í gær, einnig 5:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert