140 keppendur á Unglingameistaramóti Íslands

Frá mótinu í gær.
Frá mótinu í gær. Ljósmynd/Skíðasamband Íslands.

Unglingameistaramót Íslands var haldið í Bláfjöllum í gær í blíðskaparveðri og voru allar aðstæður til fyrirmyndar.

Keppt var í alpagreinum og göngu, en alls eru um 140 keppendur á aldrinum 12 – 15 ára skráð til leiks.

Keppni hófst í stórsvigi 14 – 15 ára, en sigurvegari í flokki stúlkna fæddar árið 2000 var Agla Jóna Sigurðardóttir úr Breiðablik, en í drengjum fæddum var Jökull Eyjólfur Einarsson hlutskarpastur. Í eldri hóp 14-15 ára eru börn fædd árið 1999 en þar komu fyrst í mark Katla Björg Dagbjartsdóttir Akureyri og Georg Fannar Þórðarson Reykjavík.

Yngri hópurinn eru börn 12-13 ára og kepptu þau í svigi niður Kóngsgilið. Halldóra Birta Sigfúsdóttir frá Ungmenna og Íþróttabandalagi Austurlands sigraði í flokki stúlkna fæddar 2001 en Helgi Halldórsson Dalvík sigraði drengjaflokkinn.

Guðni Berg Einarsson Dalvík var sigurvegari í flokki drengja fæddir 2002 en stúlkuflokkinn vann Nanna Kristín Bjarnadóttir frá Reykjavík.

Í skíðagöngu kepptu 12- 13 ára í 3,5km göngu með hefðbundinni aðferð. Í flokki 13 ára krakka voru báðir sigurvegarar frá Akureyri, en það voru Egill Bjarni Gíslason í drengjaflokki Karen María Sigurgeirsdóttir í stúlknaflokki.

Eldri hópurinn keppti í 5km göngu með hefðbundinni aðferð og þar voru Ísfirðingar hlutskarpastir í báðum hópum, en Anna María Daníelsdóttir og Sigurður Hannesson sigruðu sína flokka.

Unglingameistaramót Íslands mun halda áfram í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert