Magaflensa á metdeginum

Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. mbl.is/Eggert

Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, setti í gær glæsilegt Norðurlandamet í sinni sterkustu grein, 200 metra baksundi. Eygló synti til sigurs á Opna danska meistaramótinu í 50 metra laug og þegar tími Eyglóar, 2:09,86 mínútur, var staðfestur var ljóst að metið var fallið.

Eygló segist lengi hafa haft augastað á metinu en hún hefur oft verið nálægt því. „Ég er í skýjunum. Loksins náði ég þessu meti en ég hef beðið eftir því frá árinu 2012. Ég hef oft verið sekúndubrotum frá því á síðustu árum,“ sagði Eygló þegar Morgunblaðið náði sambandi við hana á sundlaugarbakkanum í gær.

Dagurinn í gær var góður dagur fyrir Eygló og íslenskar íþróttir en byrjaði þó ekki gæfulega. „Ég fékk einhverja magaflensu í morgun og vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég lagaðist þegar leið á daginn en hann byrjaði ekki vel. Ég reiknaði því ekki með meiru en að komast nálægt mínu besta og reyna þá að slá metið á Íslandsmeistaramótinu. Ég vonast til þess að synda enn hraðar á ÍM eftir tvær vikur,“ sagði Eygló.

Nánar er sagt frá meti hennar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert