Vala fór á verðlaunapallinn

Vala Rún B. Magnúsdóttir eð verðlaunin.
Vala Rún B. Magnúsdóttir eð verðlaunin.

Vala Rún B. Magnúsdóttir úr Skautafélagi Reykjavíkur, landsliðskona í listhlaupi á skautum um árabil, komst á verðlaunapall á alþjóðlegu klúbbamóti í Kaupmannahöfn, Skate Copenhagen, um síðustu helgi.

Vala, sem hafði verið frá æfingum og keppni í tvo mánuði vegna meiðsla, kom sterk til baka og náði bronsverðlaununum í flokki "junior ladies" með 89,50 stig. Sofia Korsumäki frá Finnlandi sigraði með 99,15 stig og Madeleine Lundén frá Svíþjóð varð önnur með 96,35 stig.

SR átti líka keppandann í fjórða sæti í flokknum en þar var Kristín Valdís Örnólfsdóttir með 87,64 stig. Sextán þátttakendur voru í flokknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert