HK vann í Mosfellsbæ

Auður Anna Jónsdóttir, Aftureldingu slær boltann yfir og Ventseslava Marinova …
Auður Anna Jónsdóttir, Aftureldingu slær boltann yfir og Ventseslava Marinova og Hanna María Friðriksdóttir, HK verjast. Eggert Jóhannesson

HK vann fyrsta leikinn gegn Aftureldingu í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna en lokatölur urðu 3:2 þegar að liðin mættust á Varmá í Mosfelllsbæ. Þrjá sigra þarf til að vinna titilinn og staðan í einvíginu því 1:0.

Afturelding vann fyrstu hrinuna 25:19 en HK aðra lotuna 25:23 eftir mikla baráttu beggja liða. 

HK var sterkari aðilinn í þriðju hrinunni og vann hana 25:19, staðan orðin 2:1 HK í vil.

Í fjórðu lotu komu Aftureldingarkonur ákveðnar til leiks og unnu hana sannfærandi 25:11 og þær hófu oddahrinuna betur.

HK-konur komu sér hins vegar inn í leikinn á ný með sterkum uppgjöfum sínum og baráttu og fór svo að liðið hafði betur 15:11 eftir spennandi lokamínútur.

Liðin mætast í Fagralundi næstkomandi mánudagskvöld kl. 19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert