Stjarnan og Selfoss sigruðu á tveimur áhöldum

Stjörnukonur hafa verið sigursælar á Íslandsmótinu en í gær urðu …
Stjörnukonur hafa verið sigursælar á Íslandsmótinu en í gær urðu þær Íslandsmeistarar og í dag unnu þær á tveimur áhöldum. mbl.is/Eggert

Rétt í þessu var að ljúka keppni á Íslandsmótinu í hópfimleikum sem hófst í Ásgarði í Garðabæ í gær. Í dag var keppt til úrslita á einstökum áhöldum og keppni var æsispennandi allt fram á síðasta áhald.

Í kvennaflokki sigraði Stjarnan A á dýnu með 17,250 stig og trampólíni með 17,900, en Gerpla A sigraði í gólfæfingum með 22,550 stig.

Í flokki blandaðra liða sigrði Selfoss í æfingum á dýnu með 16,050 og trampólíni 17,200 og Stjarnan sigraði í gólfæfingum með 18,500

Í karlaflokki var aðeins eitt lið og var það karlalið Gerplu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert