Á fyrsta heimsmetið

Jón Margeir Sverrisson í lauginni.
Jón Margeir Sverrisson í lauginni. Ljósmynd/ÍF

„Jón kom bara upp úr lauginni og benti mótshöldurum á að hann hefði sett heimsmet. Þá áttuðu þeir sig, skoðuðu málið betur og tilkynntu svo í kallkerfinu að nýtt heimsmet hefði verið sett,“ sagði Sverrir Gíslason, faðir ólympíumeistarans Jóns Margeirs Sverrissonar, við Morgunblaðið í gær.

Jón náði frábærum árangri á Opna þýska meistaramótinu í sundi fatlaðra en hann setti heimsmet í tveimur greinum, 200 og 400 metra skriðsundi. Heimsmetið í 400 metra skriðsundi er fyrsta heimsmetið í greininni í fötlunarflokki S14, flokki þroskahamlaðra. Alþjóðaólympíumótsnefndin (IPC) hefur ekki viljað viðurkenna heimsmet í öðrum sundgreinum en þeim fjórum sem keppt er í á Ólympíumóti fatlaðra, í flokki S14, það er að segja þar til nýlega, og það útskýrir sofandahátt Þjóðverjanna.

„Eftir að IPC ákvað að opna fyrir heimsmet í greininni könnuðum við hvort tími Jóns á Íslandsmótinu (4:18,92 mínútur) gæti gilt sem heimsmet. Okkur var tjáð að miðað væri við 4:18,86 mínútur vegna þess að það væri 1 sekúndubroti undir besta tíma sem náðst hefði í greininni, en það var einmitt Jón sem náði þeim tíma fyrir tveimur árum,“ sagði Sverrir. Heimsmetið hjá Jóni frá því um helgina var langt undir viðmiðun IPC eða 4:13,70 mínútur.

Framundan hjá Jóni er keppni á Mare Nostrum-mótaröðinni í byrjun júní, þar sem hann keppir með ófötluðum. Stærsta mót sumarsins er hins vegar HM í Glasgow sem fram fer í júlí. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert