Kári Steinn í 19. sæti í Hamborg

Kári Steinn Karlsson.
Kári Steinn Karlsson. mbl.is/Golli

Kári Steinn Karlsson hafnaði í 19. sæti í Hamborgar maraþoninu sem fram fór í dag. Kári hljóp vegalengdina á 2.21,30 klukkustundum en hlaupið fór fram í rigningu á götum Hamborgar.

Þetta er þriðji besti árangur Íslendingsins í maraþonhlaupi frá Íslands en aðeins Íslandsmet hans og árangur fyrrum methafa er betri. Alls voru sjö Íslendingar skráðir til þátttöku í maraþoninu. Annar Íslendinga í mark var Stefán Guðmundsson á 2.36,33 klst.

Keppendur voru um 22 þúsund talsins en sigurvegari í karlaflokki varð Lucas Rotich frá Kenía sem kom í mark á 2.07,17 klukkustundum. Í kvennaflokki varð Meseret Hailu frá Eþíópíu hlutskörpust en tími hennar var 2.25,41 klst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert