Aníta bætti 33 ára gamalt Íslandsmet

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aníta Hinriksdóttir, hlaupakonan snjalla úr ÍR, bætti 33 ára gamalt Íslandsmet í 1000 metra hlaupi í Hengelo í Hollandi í dag.

Aníta kom fimmta í mark á tímanum 2.36,63 mínútum og bætti hún met Ragnhildar Ólafsdóttur sem hafði staðið frá árinu 1982 sem var 2.44,6 mínútur.

Aníta keppti í 800 metra hlaupi í Belgíu í gær og náði þar með mjög góðum árangri eins og fram kom á mbl.is í gærkvöld. Hún hljóp vegalendina á tímanum 2.01,50 mínútum en lágmarkið fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Peking er 2.01,00. Aníta varð fimmta í hlaupinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert