„Kastaði eins og stelpa“

Ásdís Hjálmsdóttir hefur farið á tvenna Ólympíuleika og er búin …
Ásdís Hjálmsdóttir hefur farið á tvenna Ólympíuleika og er búin að tryggja sér farseðilinn á þá þriðju. mbl.is/Golli

Ásdís Hjálmsdóttir er búin að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári, og á heimsmeistaramótið í Peking í ágúst, eftir að hafa náð sínu næstlengsta kasti á ferlinum í gær eins og fram hefur komið.

„Ég kastaði eins og stelpa í gærkvöld. Ef að þú æfir þig mjög, mjög mikið gætir þú kannski náð því sömuleiðis einn daginn,“ skrifaði Ásdís á Twitter-síðu sína, og vísaði í frasa sem hefur oftar en ekki verið notaður með neikvæðum hætti og verið ansi lífseigur í íþróttalífi bæði hérlendis og erlendis.

Ásdís kastaði spjótinu 62,14 metra og vann til gullverðlauna á Riga Cup í Lettlandi. Hún er nú á heimleið til að taka þátt í Smáþjóðaleikunum sem verða settir á mánudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert