„Mér fannst þetta eiginlega vera þjófnaður“

Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings.
Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. mbl.is/Styrmir Kári

„Við vorum bara betra liðið í þessum leik en sköpuðum okkur ekki nægilega mikið af góðum færum. Mér fannst þetta eiginlega vera þjófnaður,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkinga eftir svekkjandi 1:0 tap þeirra gegn Fylki í 10.  umferð Pepsideildar karla.

Sigurmark Ásgeirs Arnar Arnþórssonar kom í uppbótartíma. „Ég vil meina að við hefðum átt að fá vítaspyrnu í leiknum þegar Andri (Bjarnason) var tekinn niður. Svo átti Jói Kalli (Jóhannes Karl Guðjónsson) að vera löngu fokinn útaf í leiknum,“ segir Ólafur en Jóhannes braut gróflega af sér í upphafi leiks og uppskar gult spjald. Margir Víkingar töldu að annar litur hefði átt að vera á spjaldinu. „Í seinni hálfleik var hann með þrjú brot sem verðskulduðu gult en hann fékk ekkert," segir Ólafur. 

Hann segir að liðið hafi ekki sinnt skipulagi undir lok leiksins og þess vegna hafi Víkingar fengið mark á sig. „Ég ætla ekkert að refsa mönnum, þetta snýst ekkert um það. En við þurfum að lagfæra þá hluti sem eru að kosta okkur þessa leiki,“ segir Ólafur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert