Getur ekki keppt fyrir brjóstunum

Cathrine Larsåsen á Evrópumótinu í Barselóna árið 2010.
Cathrine Larsåsen á Evrópumótinu í Barselóna árið 2010. Wikipedia Commons/ Antonio Olmedo

Norski stangarstökkvarinn Cathrine Larsåsen segir frá því á bloggi sínu að brjóstin á henni valdi henni vandræðum í íþróttinni en þeirra vegna þurfti hún að hætta við að taka þátt í norska meistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fór um helgina.

„Ég get ekki æft og keppt almennilega fyrr en brjóstin á mér eru orðin minni,“ segir hún í samtali við dagbladet.no. Þessi skyndilegi brjóstavöxtur er þó raunar kominn til af góðu þar sem Larsåsen er nýbökuð móðir en hún eignaðist lítinn dreng með manni sínum, langstökkvaranum Morten Jensen í febrúar.

„Það er raunar mikil áskorun að vera með brjóst sem framleiða mjólk þegar maður stekkur,“ skrifaði stangarstökkvarinn á bloggið sitt og útskýrði mál sitt enn frekar fyrir norska miðlinum.

„Það er staðreynd. Það er ekki ákjósanlegt að keppa þegar maður er með barn á brjósti. Mér finnst það ekki virka. Þegar ég varð móðir ákvað ég að ég vildi gefa brjóst. Mér finnst mikilvægt að gefa móðurmjólkina svo lengi sem ég get. Það er ekki sjálfsagt að allir geti það.“

Hin 28 ára gamla íþróttakempa hyggst þó snúa sterk aftur til leiks þegar mjólkin fer.

„Ég vonast til að snúa aftur í kringum febrúar eða mars þegar innanhústímabilið hefst. Og þá vonast ég til að tryggja mér keppnisrétt á Ólympíuleikunum,“ sem var fulltrúi norsku þjóðarinnar á HM árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert