Þórdís Eva fimmta í úrslitum í Georgíu

Þórdís Eva Steinsdóttir á fullri ferð.
Þórdís Eva Steinsdóttir á fullri ferð. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH keppti til úrslita í 400 metra hlaupi stúlkan 15 og 16 ára á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Tbil­isi í Georgíu í gær og náði þeim sögulega árangri að hafna í fimmta sæti í hlaupinu.

Þórdís Eva er fimmtán ara gömul og því á fyrra ári  aldursflokknum, en hún kom í mark á tímanum 56,24 sekúndum sem er betri tími en hún hljóp á í riðlakeppninni.

Besti ár­ang­ur Þór­dís­ar Evu er 54,80 sek­únd­ur og er hún í 11. sæti af­rekslist­ans í 400 metra hlaupi yfir bestu tíma í Evr­ópu í flokki stúlkna 15 og 16 ára. Aðeins ein stúlka á yngra ári eins og Þór­dís er ofar en hún á list­an­um í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert