Bæting hjá Huldu í stangarstökkinu

Hulda Þorsteinsdóttir er efnilegur stangarstökkvari.
Hulda Þorsteinsdóttir er efnilegur stangarstökkvari. www.irsida.is
Hulda Þorsteinsdóttir átti glæsilegan stangarstökksdag á boðsbóti á Unglingalandsmóti UMFÍ á Akureyri í dag.
Hulda bætti árangur sinn úr 4,30 metrum í 4,34 metra.  Eftir samráð við þjálfara sinn Kristján Gissurarson var ráin sett í 4,50 metra sem er árangur sem veitir þátttökurétt á HM í lok mánaðarins og á Ólympíuleikum í Ríó á næsta ári.
Stemmningin var mögnuð í veðurblíðunni á frjálsíþróttavellinum á Akureyri og fjöldi áhorfenda tók virkan þátt í áskorun Huldu. Öllum var ljós sem að Hulda átti raunhæfa möguleika á að fari yfir 4,50 metra þar sem hún felldi naumlega þá hæð og sérstaklega svo í þriðju og síðustu tilraun.

Framfarir Huldu hafa verið miklar á þessu ári en hún hefur átt við meiðsli að stríða síðastliðin ár en hefur verið undir handleiðslu Kristjáns Gissurarsonar síðastliðið ár með glæsilegum árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert