Bolt heimsmeistari í 100 metra hlaupi

Usain Bolt fangar sigri sínum í 100 metra hlaupi á …
Usain Bolt fangar sigri sínum í 100 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Peking þessa dagana. AFP

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt varð heimsmeistari í 100 metra hlaupi í Fuglshreiðrinu í Peking nú rétt í þessu.

Bolt hljóp á hljóp á 9,79 sekúndum í hlaupinu sem er hans besti tími á árinu.

Bandaríkjamaðurinn Justin Gaitlin varð annar í hlaupinu einungis einu sekúndubroti á eftir Bolt. 

Bandaríkjamaðurinn Trayvon Brommell varð svo þriðji á 9,92 sekúndum.

Heimsmet Bolt í greininni er 9.58 sekúndur, en það setti hann í ágúst árið 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert