Tveir Íslendingar á leið til Katar

Helgi Sveinsson setti heimsmet í maí
Helgi Sveinsson setti heimsmet í maí mbl.is

Tveir Íslendingar verða á meðal keppenda á HM fatlaðra í frjálsum sem haldið verður í Doha í Katar í næsta mánuði.

Mótið fer nánar tiltekið fram 21. - 31. október en þar mæta um 1400 keppendur til leiks frá 100 löndum. Er mótið hið stærsta hjá fötluðum í frjálsum þar til Ólympíumót fatlaðra fer fram í Ríó á næsta ári.

Helgi Sveinsson úr Ármanni mun keppa í spjótkasti og er líklegur til afreka og Arnar Helgi Lárusson úr UMFN keppir í hjólastólakappakstri.

Frétt Íþróttasambands fatlaðra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert