Eyþóra keppir á Ólympíuleikunum í Ríó

Eyþóra og stöllur í hollenska liðinu fögnuðu áfanganum stóra innilega.
Eyþóra og stöllur í hollenska liðinu fögnuðu áfanganum stóra innilega. Ljósmynd/Facebook

Fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir verður meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári.

Eyþóra, sem er fædd og uppalin í Hollandi en á íslenska foreldra, tryggði sér farseðilinn sem ein af keppnisliði Hollands sem náði áttunda og síðasta sætinu inn í úrslit í liðakeppni á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem stendur yfir í Glasgow. Hollenska liðið hlaut samtals 222,354 stig en Brasilía varð í 9. sæti með 221,861 stig. Bandaríkin fengu hæstu einkunn eða 236,611.

Þetta verður í fyrsta sinn frá árinu 1976 sem Holland tekur þátt í liðakeppni kvenna á Ólympíuleikunum.

Eyþóra er reyndar ekki alveg örugg um að keppa á ÓL, en hún þarf að halda sæti sínu í hollenska liðinu sem mun telja fimm fulltrúa á leikunum. Eins og staðan er í dag eru líkurnar á því þó mjög góðar.

Eyþóra á einnig möguleika á að keppa í einstaklingskeppninni á Ólympíuleikunum því hún varð síðust inn í átta manna úrslit á jafnvægisslá. Verðlaunahafarnir þrír á hverju áhaldi komast beint til Ríó, en sérstök undankeppni fyrir Ólympíuleikana fer svo fram á næsta ári fyrir aðra.

Eyþóra var nálægt því að komast í úrslit í fjölþrautinni en hafnaði í 28. sæti með 55,140 stig. Næsti keppandi fyrir ofan hana, Isabela Onyshko, komst í úrslitin með 55,216 stig.

Fyrir utan Eyþóru átti Ísland þrjá fulltrúa í keppni kvenna á HM. Irina Sazonova varð efst í fjölþrautinni með 50,398 stig og hafnaði í 98. sæti. Dominiqua Alma Belányi varð í 148. sæti með 47,065 stig, og Norma Dögg Róbertsdóttir í 158. sæti með 46,166 stig.

Eyþóra Elísabet Þórsdóttir á íslenska foreldra en er fædd og …
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir á íslenska foreldra en er fædd og uppalin í Hollandi. Ljósmynd/Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert