Inga fimmtánda á Íslandsmeti

Inga Elín Cryer
Inga Elín Cryer mbl.is/Eggert

Inga Elín Cryer hafnaði í 15. sæti í 200 metra flugsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Netanya í Ísrael í morgun og stórbætti fjögurra ára gamalt Íslandsmet sitt í greininni.

Inga synti vegalengdina á 2:12,95 mínútum sem er 3,77 sekúndum betra en gamla metið hennar sem hún setti árið 2011 í Reykjavík. Átta fyrstu í greininni komust í úrslitasundið en keppendur voru 22.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert