Serena valin best í fjórða sinn

Serena Williams.
Serena Williams. AFP

Tennisdrottningin Serena Williams var í dag útnefnd besta íþróttakona heims af fréttastofunni AP.

Williams gerði það gott ár árinu. Hún vann opna ástralska meistaramóti, opna franska mótið og Wimbledon mótið en féll óvænt úr leik í undanúrslitun á opna bandaríska meistaramótinu. Þetta er í fjórða sinn sem hún hlýtur þessa viðurkenningu en hún varð einnig fyrir valinu 2002, 2009 og 2013.

Knattspyrnukonan Carli Lloyd, sem skoraði þrennu í úrslitaleiknum á HM, varð í öðru sæti og UFC bardagakonan Ronda Rousey varð í þriðja sæti.

Á morgun verður tilkynnt hvað karl verður valinn sá besti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert