SA færist nær deildarmeistaratitli

Leikmenn SA nálgast deildarmeistaratitilinn.
Leikmenn SA nálgast deildarmeistaratitilinn. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Leikmenn Skautafélags Akureyrar, SA, færðust skrefi nær deildarmeistaratitlinum í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld þegar þeir unnu liðsmenn Esjunnar, 3:2, eftir tvíframlengdan leik og vítakeppni í Skautahöllinni á Akureyri. Jón Gíslason skoraði sigurmarkið í vítakeppninni þar sem þremur leikmönnum Esjunnar tókst ekki að skora ásamt einum leikmanni SA. 

Tveir fyrstu leikhlutarnir voru markalausir en í þriðja leikhluta tókst hvoru liði að skora í tvígang.  Pétur Maack kom Esjunni yfir á 44. mínútu en Jón Gíslason jafnaði metin 12 mínútum síðar. Ólafur Björnsson kom Esjunni yfir á nýjan leik þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka en aftur jafnaði Jón metin, nú mínútu fyrir leikslok. 

Ekkert gekk að bæta við mörkum í framlengingu og þar með var að grípa til vítakeppni.

SA hefur 42 stig í efsta sæti deildarinnar eftir leik kvöldsins en liðið á tvo leiki eftir. Esja er í öðru sæti með 38 stig. 

Björninn er í þriðja sæti eftir, 6:0, sigur á Skautafélagi Reykjavíkur í Egilshöll í kvöld. Ryley Egann, Eric Anderberg og Charles Williams skoruðu tvö mörk hver. 

Þegar tveimur umferðum er ólokið er SA með 40 stig, Esja 37, Björninn 32 og SR 20 stig. Björninn á því enn möguleika á að komast uppfyrir Esju en tvö efstu liðin leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

Strax í uppafi leiks Bjarnarins og SR stefndi í annan refsimínútna leik á mill þessarar liða. Fyrst fékk Arnar Hjaltesteð markmaður SR dóm fyrir Roughing  og skömmu síðar fékk Birkir Árnason fyrirliði Bjarnarins tveggja mínútna dóm fyrir hindrun. Hvorug liðinu tókst að nýta sér liðsmuninn. Milan Mach leikmaður SR fær síðan tíu mínútna persónulegann dóm fyrir óíþróttamannslega hegðun.

Það var síðan á 10. mínútu sem  Björninn skorar fyrsta mark leiksins og var það Eric Anderberg sem skoraði með stoðsendingu frá Ryley Egan og Charles williams.

Þremur mínútum síðar skorar Björninn sitt annað mark og var það Charles Williams sem skorar með stoðsendingu frá Ryley Egan og Kópi Guðjónssyni. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leikhlutanum en Bergur Árnason varnarmaður Bjarnarins fær tveggja mínútna dóm fyrir Slashing í lok leikhlutans.

Annar leikluti spilaðist nokkuð eins og fyrsti leikhlutinn þar sem töluvert er af brotum og fékk Hugi Rafn Stefánsson úr Birninum tveggja mínútna dóm fyrir slashing, Ryley Egan úr  Birninum tveggja mínútna dóm fyrir Hooking. Birkir Árnason úr Birninum og Robbie Sigurðarson úr SR fengu sitt hvorar tvær mínúturnar fyrir Roughing.

Á 39. mínútu annars leikhluta fékk Birkir Árnason tveggja mínútna dóm fyrir slashing. Þann liðsmun nýtti SR sér ekki en Birninum tókst einum færri að skora mark á næst síðustu sekúndu leikhlutans og var þar að verki Eric Anderberg með stoðsendingu frá Ryley Egan og Andra Má Helgasyni.

Þriðji leikhluti hefst þar sem SR er einum leikmanni fleiri en tekst ekki að nýta sér þann liðsmun. Þegar rúm ein mínúta var liðinn af leikhlutanum þá skorar Björninn sitt fjórða mark og var það í þetta sinn Charles Williams með stoðsendingu frá Kópi Guðjónssyni og Ryley Egan. Á 43. mínútu fær Styrmir Friðriksson leikmaður SR tveggja mínútna dóm fyrir Tripping. En þann liðsmun náði Björninn ekki að nýta sér. 

Þegar rúmar átta mínútur voru liðnar af leikhlutanum bætti Björninn við sínu fimmta marki og var það Eric Anderberg sem skoraði það með stoðsendingu frá Andra Má Helgasyni og Charles Williams.

Á 53. mínútu fær Hilmar Sverrisson leikmaður Bjarnarins tveggja mínútna dóm fyrir hindrun en ekki tókst SR að nýta sér þann liðsmun. Rúmum tveimur mínútum síðar brýtur Milan Mach leikmaður SR af sér og fær dóm fyrir setja kylfuna í Andlit Eric Anderberg hjá Birninum. Þann liðsmun nýtti Björninn sér og skoraði Ryley Egan sjötta mark Bjarnarins með skot í stöng sem fór síðan af leikmanni SR í markið.

Ekki urðu mörkin fleiri en í lok leiksins fékk Viktor Svavarsson hjá SR dóm fyrir að fella leikmann.

Þetta var síðasti leikur Bjarnarins og SR á tímabilinu en Björninn á eftir að mæta UMFK Esju á þriðjudaginn í Egilshöll klukkan 19:45 og síðan viku síðar Skautafélagi Akureyrar fyrir norðan. SR á eftir að mæta Skautafélagi Akureyrar í laugardalnum á þriðjudag og hefst leikurinn klukkan 19:15 en síðan viku seinna mæta þeir UMFK Esju í Laugardalnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert