Fjölda miða stolið á ofurskálarleikinn

Peyton Manning, leikmaður Denver Broncos.
Peyton Manning, leikmaður Denver Broncos. AFP

Mikil spenna er um allan heim fyrir ofurskálarleikinn, úrslitaleik NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, þegar Denver Broncos og Carolina Panthers mætast í kvöld og nótt.

Gríðarleg eftirspurn er eftir miðum að þessari miklu hátíð en fréttir vestanhafs hafa greint frá því að miðum að andvirði 40 þúsunda dala, sem jafngildir fimm milljónum íslenskra króna, hafi verið stolið af hóteli í San Francisco, þar sem leikurinn fer fram í nótt.

Andvirði eins miða eru tæpir fimm þúsund dalir, en sagt er frá því að fjórir menn hafi gengið inn á Hotel Nikko í borginni og stolið miðunum.

Gríðarleg öryggisgæsla er fyrir leikinn og hafa yfirvöld í Kaliforníu meðal annars sóst eftir ráðum frá frönskum kollegum vegna öryggisgæslunnar en ætla má að þúsundir muni starfa við öryggisgæslu í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert