Irina og Jón sigursælust um helgina

Irina Sazonova var sigursæl um helgina.
Irina Sazonova var sigursæl um helgina.

Íslandsmeistari kvenna í fjölþraut frá því í gær, Irina Sazonova Ármanni, varð hlutskörpust á tveimur áhöldum en seinni keppnisdegi á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum lauk nú fyrir stundu.

Í dag var keppt um titla á einstökum áhöldum. Irina sigraði á jafnvægisslá og gólfi. Á tvíslá sigraði Dominuqa Belányi Ármanni og á stökki sigraði Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir Björk.

Íslandsmeistari karla frá því í fjölþraut í gær, Jón Sigurður Gunnarsson, varð Íslandsmeistari á gólfi og hringum.

Á stökki voru jafnir í fyrsta sæti Sigurður Andrés Sigurðarson Ármanni og Hrannar Jónsson Gerplu. Hrannar deildi einnig Íslandsmeistaratitli á svifrá en þar var það Hróbjartur Pálmar Hilmarsson Gerplu sem var jafn Hrannari. Á bogahesti varð Arnþór Daði Jónasson Gerplu hlutskarpastur og á tvíslá sigraði Sigurður Andrés Sigurðarson Ármanni.

Í unglingaflokki kvenna stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Margrét Lea Kristinsdóttir Björk, uppi sem sigurvegari á jafnvægisslá og gólfi. Á stökki sigraði Vigdís Pálmadóttir Björk og á tvíslá Thelma Rún Guðjónsdóttir Fylki.

Í unglingaflokki karla stóð Íslandsmeistarinn frá því í gær, Jónas Ingi Þórisson Ármanni, tvíslá. Martin Bjarni Guðmundsson Gerplu, sigraði á hringjum og stökki. Atli Þórður Jónsson Gerplu sigraði á gólfi. Aron Freyr Axelsson á bogahesti og Breki Snorrason Björk á svifrá.

Næst á dagskrá er undankeppni fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Ríó í ágúst. Irina Sazonova tekur þátt í undankeppninni, sem verður haldin 16. apríl í Ríó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert