Jón Margeir bætti Íslandsmetið aftur

Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmetið í 100 m brigunsundi í …
Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmetið í 100 m brigunsundi í sínum flokki í annað sinn í kvöld. mbl.is/Eggert

Jón Margeir Sverrisson bætti í kvöld Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi í flokki SB14 á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fer í Funchal í Portúgal.

Jón Margeir setti Íslandsmet í greininni í morgun þegar hann tryggði sér sæti í úrslitunum. Tími hans þá var 1:12,20 mínútur en ríkjandi Íslandsmet hans frá 2014 var 1:13,81 mínútur. Jón Margeir gerði enn betur í úrslitasundinu í kvöld og kom í bakkann á tímanum 1:10,84 mínútum sem er eins og fyrr segir nýtt Íslandsmet.

Jón Margeir endaði í sjötta sæti í greininni, þremur og hálfri sekúndu frá Evrópumeistaranum Scott Quin.

Thelma Björg Björnsdóttir synti sömuleiðis til úrslita í 100 metra bringusundi í flokki SB5. Hún varð sjöunda inn í úrslitasundið og endaði í sjöunda sæti á tímanum 1:57,70 mínútum, sem er aðeins 60/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti hennar í greininni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert