Sviðaát Gunnars vekur athygli - myndband

Gunnar Nelson í sjósundi.
Gunnar Nelson í sjósundi. Skjáskot/UFC

Gunnar Nelson var í ítarlegu viðtali við Youtube rás UFC sambandsins fyrir bardagann gegn Albert Tumenov. Þar fer hann í sjósund, borðar svið og skellir sér á langbretti eins og Walter Mitty.

Gunnar sýnir einnig aðstöðu Mjölnis, talar um hvað margir séu að æfa og hvað aðstaðan hafi stækkað á undanförnum árum. Þá skellir hann sér í matarboð með fjölskyldu sinni og borðar svið þar sem hann upplýsir að hann byrji alltaf á augunum. 

Þá lýsa foreldrar hans hve stoltir þeir séu en Gunnar tileinkaði sigurinn á Tumenov einmitt móður sinni. Sá var sjötti sig­ur Gunn­ars í UFC en bú­ist er við því að hann kom­ist aft­ur inn á topp­list­ann í velti­vigt í deild­inni. Hann var dott­inn af list­an­um en ör­ugg­ur sig­ur á Tumenov ætti að koma hon­um aft­ur inn á hann.

Þetta var aðeins annað tap Tumenov í UFC og þriðja tap hans á MMA-ferl­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert