Mætast McGregor og Mayweather?

Conor McGregor.
Conor McGregor. Rey Del Rio

Enn er um það skrifað í erlendum fjölmiðlum að reynt sé að koma á bardaga á milli MMA-stjörnunnar Conor McGregor og hnefaleikakappans Floyd Mayweather. 

Þessi möguleiki hefur verið í umræðunni í nokkurn tíma og áður var greint frá því að umboðsmenn kappanna væru nálægt því að ná saman. Um er að ræða hnefaleikabardaga á milli þeirra í hringnum en ekki búrinu. 

Ummæli Colin Cowherd hjá Fox Sports í podcasti hafa nú aukið umræðuna til muna en hann telur að bardaginn muni fara fram og verði í Las Vegas í september. Cowherd var áður hjá ESPN og er vel þekktur í Bandaríkjunum. 

Sagðist Cowherd hafa bókað herbergi í Las Vegas í kringum 17. september og segist reikna með því að formlega verði tilkynnt um bardagann eftir um það bil tvær vikur. 

Frétt MMA Fighting

Frétt BJ Penn 

Conor McGregor er 27 ára, 175 cm og 66 kg. Varð meistari í UFC í fyrra en hefur keppt sem atvinnumaður síðan 2008. Æfir undir handleiðslu sama þjálfara og Gunnar Nelson. 

Floyd Meaweather er 39 ára, 173 cm og 66 kg. Heimsmeistari í hnefaleikum og taplaus frá því hann gerðist atvinnumaður árið 1997. Bronsverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í Atlanta 1996.

Floyd Mayweather hefur sagt við fjölmiðlafólk að bardagi við McGregor …
Floyd Mayweather hefur sagt við fjölmiðlafólk að bardagi við McGregor sé raunhæfur möguleiki. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert