Góður árangur í Laugardal

Guðni Valur Guðnason þeytir kringlunni í Laugardalnum.
Guðni Valur Guðnason þeytir kringlunni í Laugardalnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, ÍR, kastaði kringlunni 59,65 metra á JJ-móti Ármanns sem fór fram á Laugardalsvelli í gær. Lengst hefur Guðni kastað kringlunni 63,50 metra en kastið í gær var hans næstlengsta á ferlinum. Guðni hafði tryggt sér þátttökurétt á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Amsterdam í Hollandi 6. - 10. júlí í sumar.

Annar verðandi EM-fari, Hafdís Sigurðardóttir, UFA, stökk 6,28 metra í langstökki. Íslandsmet Hafdísar, sem hún setti á Akureyri í fyrra, er 6,56 metrar og Hafdís því á ágætu róli. Hafdís verður einnig meðal keppanda í Amsterdam á Evrópumótinu í sumar.

Enginn keppandi náði EM lágmarki í gær en fresturinn til að ná því rennur út 26. júní.

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson náði einnig eftirtektarverðum árangri en hann kastaði spjótinu 56,21 metra. Helgi keppir í flokki fatlaðra, F42, en hann er með gervifót frá Össuri. Kast hans í gær er rúmum metra styttra en heimsmetið sem hann setti í fyrra en þá kastaði hann 57.36 metra. Helgi verður meðal keppenda á Evrópumóti fatlaðra sem fer fram á Ítalíu, 10. – 16. júní.

Aðstæður í Laugardal gerðu keppendum nokkuð erfitt fyrir en kalt var í veðri og örlítil gola.

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir sigraði í 100 m hlaupi kvenna á …
Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir sigraði í 100 m hlaupi kvenna á 12,57 sekúndum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert