Bræður á ÓL 2018?

Snorri Einarsson á fullri ferð.
Snorri Einarsson á fullri ferð. Ljósmynd/aðsend

Skíðasambandi Íslands hefur heldur betur borist liðsauki en eins og Morgunblaðið greindi frá í síðustu viku hafa bræðurnir Snorri og Sturla Einarssynir sóst eftir því að fá að keppa fyrir Ísland. Eru þeir uppaldir að mestu leyti í Tromsö í Noregi, eiga norska móður, Gunn Randi Kristensen, en íslenskan föður, Einar Eyþórsson. Morgunblaðið sló á þráðinn til Snorra sem hefur komist í fremstu röð í Noregi þar sem skíðaganga er líklega hvað vinsælust í heiminum.

„Ég er búinn að taka þessa ákvörðun en málið er ekki frágengið. Spurningin er bara hvenær þetta gengur í gegn, hvort það verður í ár eða á næsta ári. Ég hafði lengi getað hugsað mér að keppa fyrir Ísland en það hefði væntanlega gert mér erfiðara fyrir að þræða heimsbikarmótin á sínum tíma þar sem minni fjármunir eru í íþróttinni á Íslandi en í Noregi. Nú eru aðstæðurnar aðeins öðruvísi og þá opnast þetta tækifæri,“ sagði Snorri sem er þrítugur að aldri og flutti til Noregs með foreldrum sínum í kringum sjö ára aldurinn. Bróðir hans Sturla er nokkuð yngri eða 22 ára.

Rætt er við Snorra í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert