Hrafnhildur númer sjö til níu í heimi

Hrafnhildur Lúthersdóttir sótti þrenn verðlaun til London á Evrópumeistaramótið í …
Hrafnhildur Lúthersdóttir sótti þrenn verðlaun til London á Evrópumeistaramótið í 50 metra laug. mbl.is/Ófeigur

Hrafnhildur Lúthersdóttir er í sjöunda til níunda sæti á heimslistanum í bringusundsgreinunum þremur eftir frækna frammistöðu sína á Evrópumeistaramótinu í London á dögunum þar sem hún fékk tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.

Miðað við stöðu Íslendinganna þriggja sem eru á leið á Ólympíuleikana í Ríó í ágúst er það Hrafnhildur sem á mjög raunhæfa möguleika á að komast í átta manna úrslit í einni eða fleirum af sínum greinum.

Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee þyrftu að bæta sig nokkuð til að ná slíkum árangri á leikunum, þó þau hafi komist í úrslit í tveimur greinum hvort í London. Eygló stendur nær því en hún væri í fjórtánda sæti í heiminum í ár ef Íslandsmet hennar frá því í fyrra væri reiknað með.

Sjá fréttaskýringu um stöðu íslenska sundfólksins í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert