Keppendur valdir fyrir SM á Möltu

Aníta Hinriksdóttir er á leiðinni til Möltu.
Aníta Hinriksdóttir er á leiðinni til Möltu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frjálsíþróttasamband Íslands, FRÍ, hefur valið 16 keppendur til þátttöku á fyrsta Smáþjóðameistaramótinu í frjálsíþróttum sem hefst á Möltu 11. júní næstkomandi.

Mótið er fyrsta stóra verkefni landsliðs Íslands í frjálsíþróttum á þessu sumri en fram undan eru Evrópumeistaramót og Ólympíuleikar auk margra unglingaverkefna, þar á meðal Norðurlandameistaramót 19 ára og yngri sem fram fer í Hafnarfirði.

Þeir sem hafa verið valdir til að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðameistaramótinu eru eftirtaldir frjálsíþróttamenn:

Konur:

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir: 100 m, 200 m, 1000 m boðhlaup
Þórdís Eva Steinsdóttir: 400 m, 1000 m boðhlaup
Arna Stefanía Guðmundsdóttir: 100 m grindahlaup, 400 m, 1000 m boðhlaup
Aníta Hinriksdóttir: 800 m, 1000 m boðhlaup
Hafdís Sigurðardóttir: Langstökk, 100 m, 1000 m boðhlaup
Vigdís Jónsdóttir: Sleggjukast

Karlar

Kolbeinn Höður Gunnarsson: 100 m, 400 m, 1000 m boðhlaup
Ari Bragi Kárason: 100 m, 200 m, 1000 m boðhlaup
Ívar Kristinn Jasonarson: 400 m, 1000 m boðhlaup
Trausti Stefánsson: 200 m, 1000 m boðhlaup
Kristinn Þór Kristinsson: 800 m, 1000 m boðhlaup
Hlynur Andrésson: 3000 m
Kristinn Torfason: Langstökk
Stefán Velemir: Kúluvarp
Óðinn Björn Þorsteinsson: Kúluvarp
Guðni Valur Guðnason: Kringlukast

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert