Kveður Ísland með dansmyndbandi

Jeremy ásamt Júlíusi Orra sem hitti hann fyrir tilviljun í …
Jeremy ásamt Júlíusi Orra sem hitti hann fyrir tilviljun í Brynju ís. Mynd/Guðrún Gísladóttir

NBA-leikmaðurinn Jeremy Lin kvaddi Ísland á fimmtudag með fjörugu myndbandi.

Lin henti í eitt stykki „Running Man“-myndband en slík myndbönd eru nýjasta myndbandaáskorana-æðið sem skellur á heiminum og rekur uppruna sinn til körfuknattleiksleikmanna úr Maryland-háskóla. Eins og mbl.is greindi frá hafði Lin eytt tíma á Akureyri í ferðinni og m.a. spilað körfubolta við íslenskan aðdáanda sem rakst á hann fyrir tilviljun í Brynju ís.

Frétt mbl.is: „Hélt ég væri að ruglast“

Í myndbandinu sést Lin dansa með bræðrum sínum, Joseph og Josh. Myndbandið birtist á YouTube-síðu Lin og við það skrifar hann: „Takk Ísland fyrir frábært frí. Fékk langþráða hvíld... nú er tími til kominn að snúa sér aftur að vinnunni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert