Röðin komin að Aroni og samherjum?

Vinnur Aron Pálmarsson Meistaradeildina með ungverska liðinu?
Vinnur Aron Pálmarsson Meistaradeildina með ungverska liðinu? Ljósmynd/Melczer Zsolt

Flestir veðja á að nú renni upp stund Arons Pálmarssonar og félaga í ungverska liðinu Veszprém að vinna Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu fer fram í Lanxess-Arena í Köln í dag og á morgun.

Undanúrslitaleikirnir verða leiknir í dag þegar franska meistaraliðið PSG og pólska meistaraliðið Kielce eigast við annarsvegar og Veszprém og Kiel hinsvegar, en þar mætir Aron gömlum samherjum og lærimeistara, Alfreð Gíslasyni.

Þetta er í þriðja sinn í röð sem Veszprém tekur þátt í úrslitahelginni. Nú er tími kominn til þess að fara alla leið eftir að hafa tapað úrslitaleik fyrir Barcelona fyrir ári og tapað báðum leikjunum fyrir tveimur árum og hafnað í fjórða sæti. Pressan er mikil á liðið. Ungverskir fjölmiðlar og stuðningsmenn Vészprém gera kröfu um sigur. Ungverskur blaðamaður sem Morgunblaðið hitti í Köln í gærmorgun hristi höfuðið og sagði fátt þegar talið barst að þeim kröfum sem gerðar væru til Veszprém-liðsins.

Sjá forspjall um leikinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert