Annie Mist ósátt við dómgæsluna

Annie Mist Þórisdóttir
Annie Mist Þórisdóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

Annie Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsleikjameistari í crossfit, gagnrýndi dómgæsluna á Evrópuleikunum í Madrid í gær. Telur hún ákvörðun dómara hafa kostað sig nokkrar sekúndur og ákvörðunin hafi verið ósanngjörn. 

Þetta kemur fram í viðtali við Annie á Youtube sem sett var inn af Árna Friðberg Helgasyni. Er hún í 2. sæti fyrir lokadaginn á eftir Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. 

Annie Mist er samt sem áður nokkuð létt í viðtalinu en segist ekki vilja sjá slíka dómgæslu á crossfit-leikunum í Bandaríkjunum í júlí.

Hún segir nokkuð ljóst að þær Ragnheiður verði í efstu tveimur sætunum á Evrópuleikunum. Björgvin Karl Guðmundsson er í efsta sæti í karlaflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert