Þrenn gullverðlaun í Noregi

Hrafnhildur Lúthersdóttir náði í gullverðlaun í Noregi um helgina.
Hrafnhildur Lúthersdóttir náði í gullverðlaun í Noregi um helgina.

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, fékk gullverðlaun í 100 m bringusundi á alþjóðlegu sundmóti í Bergen í Noregi um helgina. Hún synti á tímanum 1:07,74. Bryndís Rún Hansen og Eygló Ósk Gústafsdóttir hrepptu einnig verðlaun.

Hrafnhildur fór létt með 50 m, 100 m og 200 m bringusund kvenna. Hún var á tímanum 31,20 í 50 m bringusundi, 1:07,74 í 100 m og svo 2:26,37 í 200 m. Hún fékk gullverðlaun í þeim öllum.

Hrafnhildur hefur átt magnað ár til þessa en hún fékk tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á EM sem fór fram í London á dögunum.

Íþróttamaður ársins, Eygló Ósk Gústafsdóttir, fékk silfurverðlaun í öllum baksundsgreinum en hún fékk silfur í þremur greinum. Í 50 m baksundi fór hún á tímanum 28,75 en hún var fimmtán sekúndubrotum frá nýju Íslandsmeti. Þá fór hún 100 m sundið á 1:02,13 og svo 200 m sundið á 2:13,41.

Bryndís Rún Hansen fékk þá silfurverðlaun í 50 m flugsundi. Tíminn hennar var 27,80.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert