Birgit lyfti 400 kg á sínu fyrsta HM

Birgit Rós Becker.
Birgit Rós Becker. Ljósmynd/Kraft.is

Birgit Rós Becker setti fjögur ný Íslandsmet um helgina þegar hún keppti á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum (án búnaðar) í Killeen í Texas í Bandaríkjunum. Birgit, sem er 27 ára gömul, var að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti og hún hafnaði í 6. sæti í -72 kg flokki.

Birgit lyfti samtals 400 kg, sem er nýtt Íslandsmet, og bætti sig um 22,5 kg. Hún lyfti 162,5 kg í hnébeygju, sem er einnig nýtt Íslandsmet, og bætti sig um 10 kg. Í réttstöðulyftu bætti Birgit sig einnig um 10 kg og lyfti 162,5 kg í þriðju tilraun. Í bekkpressu lyfti Birgit 75 kg. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert