Djokovic og Williams byrja vel á Wimbledon

AFP

Serbinn Novak Djokovic komst í gegnum fyrstu umferð hins fræga Wimbledon-móts í tennis, sem hófst í dag. Venus Williams frá Bandaríkjunum komst sömuleiðis áfram í kvennaflokki.

Djokovic mætti Bretanum James Ward og sigraði 6:0, 7:6 og 7:6. Allt útlit var fyrir burst hjá Djokovic sem vann fyrstu níu loturnar í leiknum en Ward lét Serbann hafa fyrir hlutunum þegar leið á leikinn.

Djokovic á titil að verja á Wimbledon en hann hefur unnið þetta sögufræga mót þrisvar á glæsilegum ferli.

Bandaríkjakonan Venus Williams hefur unnið Wimbledon fimm sinnum og hún komst áfram í aðra umferð með því að leggja Donnu Vekic frá Króatíu, 7:6, 7:3 og 6:4. Þetta er nítjánda Wimbledon-mót þessarar 36 ára gömlu tenniskonu.

Williams jafnaði í leiðinni met með því að leika í sínum 71. tennisleik á risamóti og þarf nú aðeins einn leik í viðbót til að slá met löndu sinnar, Amy Frazier.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert