Eyþóra setti nýtt hollenskt met

Eyþóra Elísabet Þórsdóttir.
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir.

Fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir varð um helgina hollenskur meistari í fjölþraut. Þessi sautján ára fimleikakona setti hollenskt met með því að fá 58,058 stig, en sú einkunn hefði til að mynda dugað til sigurs á Evrópumeistaramótinu fyrir rúmu ári þar sem Eyþóra varð í 12. sæti með 53,798 stig.

Eyþóra, sem er fædd og uppalin í Hollandi en á íslenska foreldra, varð í 1. sæti í gólfæfingum og stökki, í 2. sæti á jafnvægisslá og í 4. sæti á tvíslá.

Því má slá föstu að Eyþóra hafi nú tryggt sér sæti í hollenska Ólympíuliðinu sem valið verður hinn 10. júlí. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert