Bresku blöðin: „Farið hefur fé betra“

Hodgson var niðurlútur undir lok leiks.
Hodgson var niðurlútur undir lok leiks. AFP

Á forsíðum og baksíðum bresku blaðanna í dag mátti lesa um „átakanlegt klúður“, „niðurlægjandi ósigur“ og það hvernig þjálfari Englands, Roy Hodgson, „sagði af sér með skömm“.

Ensku blöðin taka sumsé sigri íslenska landsliðsins á ensku stjörnunum ekki vel og mörg setja þau ósigurinn í samhengi við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Þar á meðal er blaðið Metro sem segir Brexit hafa fært farsakenndan dag sem haldið hafi áfram fyrir tilstilli enska landsliðsins.

Telegraph Sport kallar leikinn mestu niðurlægingu Englands.

Daily Mail segir dapurlega knattspyrnu milljónamæringa Englands hafa verið niðurlægða af Íslandi.

Og á baksíðu blaðsins segir um Roy Hodgson: Farið hefur fé betra.

„Þorskur hjálpi okkur“ segir á baksíðu Daily Star.

Guardian fjallar um niðurlæginguna.

„Úti að aka“ segir Daily Express.

„Myrkasti dagur Englands,“ segir Times.

Út úr Evrópu og út úr starfinu segir i.

Íþróttasíður Mirror hafa þetta einfalt.

Hættir með skömm segir baksíða Times.


Sun sýnir niðurbrotinn son Rooney.

„Átakanlegt klúður,“ stendur á baksíðunni.

„Yfir og út!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert