Fyrsti Íslendingurinn á HM

Ingvar Ómarsson á fleygiferð í Frakklandi.
Ingvar Ómarsson á fleygiferð í Frakklandi. Ljósmynd/Iðunn Arna Björgvinsdóttir

Ingvar Ómarsson, hjólreiðamaður úr Tindi, keppti fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í fjallahjólreiðum sem fram fór í Frakklandi um helgina. Á mótinu kepptu allir sterkustu hjólreiðamenn heims og var gaman að fylgjast með Ingvari í hópi þeirra bestu.

Ingvar fór af stað númer 133 af 143 keppendum og hann hafnaði í 75 sæti. Hann náði því að klifra upp um 58 sæti og verður að teljast nokkuð gott.

Ingvar hefur verið meðal fremstu hjólreiðamanna Íslands undanfarin ár og er sitjandi Íslandsmeistari í fjallahjólreiðum og cyclo cross. Undanfarið hefur Ingvar lagt mesta áherslu á fjallahjólreiðar og verið að reyna fyrir sér í keppnum erlendis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert