Norður-Írar tóku vel á móti Will Grigg

Will Grigg.
Will Grigg. AFP

Stuðningsmenn norður-írska landsliðsins tóku vel á móti sínum mönnum þegar þeir sneru heim frá Evrópumótinu í Frakklandi á mánudag, en liðið komst upp úr sterkum riðli sínum, sem það deildi með Þjóðverjum, Pólverjum og Úkraínumönnum.

Wales sló norður-írska liðið hins vegar úr keppni í 16 liða úrslitum, en árangurinn er engu að síður góður hjá þessari næstfámennustu þjóð keppninnar.

Frétt mbl.is: „Will Grigg‘s on fire, your defence is terrified“

Í Belfast hylltu þúsundir Norður-Íra síðan sína menn við heimkomuna, sem kynntir voru á svið einn af öðrum. Enginn fékk þó eins góðar viðtökur og Will Grigg, sem lék ekki eina einustu mínútu á mótinu í Frakklandi. Þrátt fyrir það er hann án efa langvinsælasti leikmaður norður-írska liðsins, ef ekki mótsins. Myndskeið af móttökunum má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert