Fimm Íslendingar á EM í frjálsum

Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir verða á meðal keppenda á …
Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir verða á meðal keppenda á Evrópumótinu í Amsterdam í júlí. mbl.is/Andri Yrkill

Fimm íslenskir frjálsíþróttamenn taka þátt í Evrópumótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Amsterdam dagana 6.-10. júlí. Lokað hefur verið fyrir skráningu keppenda samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Evrópu, EAA.

Keppendurnir fimm eru Aníta Hinriksdóttir, sem keppir í 800 m hlaupi, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, sem tekur þátt í 400 m grindahlaupi, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir, Guðni Valur Guðnason kringlukastari og Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmethafi í langstökki.

Arna Stefanía og Guðni Valur taka nú þátt í Evrópumóti í fyrsta sinn en hinir þrír keppendurnir hafa nokkra reynslu af keppni á stórmótum.

Met þáttaka verður á Evrópumótinu að þessu sinni. Alls eru 1.473 keppendur skráðir til leiks frá 50 löndum, 34 fleiri keppendur en þegar EM fór fram í Zürich fyrir tveimur árum.

Þjóðverjar senda flesta keppendur til mótsins, 110, 103 koma frá Stóra-Bretlandi og Spánverjar verða með þriðja stærsta hóp keppenda, 89.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert