Eyþóra fer á Ólympíuleikana

Hollenska fimleikalandsliðið
Hollenska fimleikalandsliðið Mynd/FB-síða Þórs Thorarensen

Eyþóra Þórsdóttir verður meðal keppenda í fimleikakeppni Ólympíuleikanna sem hefjast í Ríó eftir 26 daga. Eyþóra keppir með landsliði Hollands á leikunum.

Nafn Eyþóru er yfirleitt skrifað Eythora Thorsdottir í Hollandi en eins og nafnið gefur til kynna á hún ættir að rekja til Íslands. Hún er 17 ára gömul, fædd 10. ágúst 1998.

Foreldrar hennar, Þór Thorarensen Gunnlaugsson og Sigríður Atladóttir, búa í Hollandi og Eyþóra er með hollenskt ríkisfang. 

Eyþóra fékk samtals 57.259 stig fyrir æfingar á úrtökumóti í Heerenveen. Bestu einkunnir fékk hún í stökki, 15.150 stig, og á jafnvægisslá þar sem hún fékk 14.550 stig, sem er yfir ólympíulágmarkinu.

Eyþóra verður því meðal keppenda í Ríó í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert