Arna sigraði á nýju meti

Arna Stefanía Guðmundsdóttir.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH setti nýtt met í flokki ungmenna 22 ára og yngri þegar hún sigraði í 400 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Þórsvellinum á Akureyri í dag.

Fyrra metið átti Silja Úlfarsdóttir sem hljóp á 53,97 sekúndum á háskólamóti í Bandaríkjunum fyrir fjórtán árum. Arna hljóp vegalengdina á 53,91 sekúndu en það er þriðji besti árangur Íslendings frá upphafi. Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur í fullorðinsflokki er 52,83 sekúndur og Silja hljóp á 53,70 sekúndum.

Arna sigraði einnig í 100 m grindahlaupi kvenna á 13,86 sekúndum sem er hennar besti árangur í greininni.

Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH sigraði í 100 m hlaupi karla á 10,61 sekúndu.

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR sigraði í 100 m hlaupi kvenna á 11,83 sekúndum.

Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni sigraði í spjótkasti en hún kastaði 55,60 metra.

Guðmundur Heiðar Guðmundsson úr FH sigraði í 110 m grindahlaupi karla á 15,16 sekúndum.

Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki sigraði í langstökki kvenna, stökk 5,44 metra.

Hildur Steinunn Egilsdóttir úr FH sigraði í stangarstökki kvenna, stökk 3,32 metra.

Örn Davíðsson úr FH sigraði í hástökki karla, stökk 1,93 metra.

Ágúst Bergur Kárason úr UFA sigraði í 3.000 m hindrunarhlaupi karla á 12:42,88 mínútum.

Kormákur Ari Hafliðason úr FH sigraði í 400 m hlaupi karla á 50,30 sekúndum.

Hlynur Andrésson úr ÍR sigraði í 1.500 m hlaupi karla á 4:01,77 mínútum.

Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR sigraði í 1.500 m hlaupi kvenna á 4:59,82 mínútum.

Fjórum greinum er ólokið á fyrri degi Meistaramótsins á Þórsvellinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert