Rússar ekki í alhliða bann

Ólympíufáninn blaktir við hlið rússneska fánans.
Ólympíufáninn blaktir við hlið rússneska fánans. AFP

Rússneskt íþróttafólk verður ekki úrskurðað í alhliða bann af Alþjóðaólympíunefndinni (IOC) samkvæmt heimildum BBC. Alþjóðaólympíunefndin mun þess í stað leggja það í hendur sérsambanda hverrar greinar að ákvarða hvort Rússar verði með í viðkomandi grein.

Alþjóðaólympíunefndin tók það til skoðunar að banna Rússum alfarið að taka þátt í Ólympíuleikunum sem hefjast í Ríó 5. ágúst næstkomandi eftir að fram kom í skýrslu kanadíska lagaprófessorsins Richad McLaren að rússnesk yfirvöld hafi staðið í skipulagðri lyfjamisnotkun á árunum 2011 til 2015. 

Alþjóðafrjálsíþróttasambandið (IAAF) hefur nú þegar sett rússneskt frjálsíþróttafólk í bann frá leikunum og nú hefur Alþjóðaólympíunefndin sent boltann yfir á önnur sérsambönd og falið þeim að ákvarða hvort rússneskir íþróttamenn taka þátt á Ólympíuleikunum eður ei. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert