Vigdís með mótsmet og Hilmar bar af

Vigdís Jónsdóttir á Meistaramóti Íslands í frjálsum á Kópavogsvelli í …
Vigdís Jónsdóttir á Meistaramóti Íslands í frjálsum á Kópavogsvelli í desember 2015. Árni Sæberg

Vigdís Jónsdóttir úr FH setti mótsmet þegar hún sigraði í sleggjukasti kvenna á Meist­ara­móti Íslands í frjáls­um íþrótt­um á Ak­ur­eyri í dag. Hún kastaði 57,11 metra, tæplega níu metrum lengra en næsti keppandi á eftir. 

Vigdís, sem fæddist árið 1996, setti íslandsmet í júní þegar hún kastaði 58,56 metra á vormóti ÍR.

Hilmar Örn Jónsson úr FH vann sleggjuakast karla örugglega á Meistaramótinu í dag. Hann kastaði 68,33 metra en næstlengsta kastið var 46,55 metrar. 

Hilmar setti Íslandsmetið í júní í sleggjukasti karla í U-22 ára aldursflokki þegar hann kastaði 72,12 metra á móti í Búdapest. Íslandsmet í öllum aldursflokkum er um 30 ára gamalt og er 74,48 metrar. Það setti Bergur Ingi Pétursson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert