Fleiri Rússum meinuð þátttaka í Ríó

Alexey Korovashkov (fyrir framan) er meðal þeirra sem má ekki …
Alexey Korovashkov (fyrir framan) er meðal þeirra sem má ekki taka þátt í Ólympíuleikunum. AFP

Alþjóðaróðrarsambandið hefur bannað fimm kanóræðurum að taka þátt í Ólympíuleikunum sem fara fram í Ríó í Brasilíu í næsta mánuði.

18 rússneskum íþróttamönnum hefur verið bannað að taka þátt í Ólympíuleikunum síðan alþjóðaólymp­íu­nefnd­in (IOC) ákvað að sér­sam­band hverr­ar grein­ar ákv­arðaði hvort Rúss­ar yrðu með í viðkom­andi grein.

„Ef þú stígur út fyrir línuna verðurðu ekki við startlínuna. Við urðum að taka ákvörðun og fjarlægja alla íþróttamenn þar sem sönnunargögn um lyfjamisnotkun fyrirfinnast,“ sagði Simon Toulson, formaður alþjóðakanósambandsins.

Elenu Aniushinu, Nataliu Podolskaiu, Alexander Dyachenko, Andrei Kraitor og Alexei Korovashkov hefur öllum verið meinað að taka þátt í leikunum í Ríó sem hefjast 5. ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert