Framlög til ÍSÍ verða stóraukin

Umhverfi aðildarfélaga ÍSÍ er sagt gjörbreytast.
Umhverfi aðildarfélaga ÍSÍ er sagt gjörbreytast. Kristinn Ingvarsson

Fulltrúum sérsambanda á vegum ÍSÍ var tilkynnt á fundi í hádeginu að til standi að stórauka framlög til íþróttafólks og sérsambanda innan sambandsins á næstu árum. Samkvæmt heimildum mbl.is er um að ræða þriggja ára samning.  

Þótt engar upphæðir hafi verið nefndar í þessu samhengi er það mál manna að samningurinn geti orðið til þess að gerbreyta umgjörð íþróttafólks innan sambandsins. Eins og sakir standa fær sambandið um 140 milljónir króna í framlög frá ríkinu.

Boðað verður til blaðamannafundar síðar í dag og mun hann fara fram á fimmtudag. Ekki náðist í Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra vegna málsins en Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, vildi lítið tjá sig um það. Hún staðfesti þó að boðað yrði til blaðamannfundar á fimmtudag.  

Framkvæmdastjóri ÍSÍ
Framkvæmdastjóri ÍSÍ Arnaldur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert