„Nú snýst þetta um að vera með hausinn í lagi“

Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. mbl.is/Styrmir Kári

U20 ára landslið Íslands í handbolta karla flýgur til Danmerkur í dag til að keppa á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram dagana 28. júlí til 7. ágúst. Íslenska liðið hefur staðið sig með prýði. Það tryggði sér sæti á Evrópumótinu með því að vinna alla sína leiki í undankeppninni sem kláraðist í apríl og á æfingamóti í júní lentu þeir í öðru sæti eftir sigur gegn Spánverjum.

Góður mórall í liðinu

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Ólafur Stefánsson þjálfar liðið ásamt Sigursteini Arndal. Ólafur segir að strákarnir séu andlega undirbúnir fyrir mótið.

„Maður er kominn með ágætistilfinningu fyrir þessum strákum. Þetta eru klókir leikmenn með mikinn karakter. Þeir hafa góðan æfingamóral, gera allt sem þeir eru beðnir um og meira til þannig að hvernig sem þetta allt fer þá geta þeir ekki sagt annað en að þeir hafi tekið undirbúninginn á fullu. En auðvitað ætlum við að sýna þetta á parketinu.“

Sjá grein­ina í heild sinni í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert